Um vinnustaðinn
Hrafnista er stærsta hjúkrunarheimili landsins og alls eru heimilin orðin átta talsins í sex sveitarfélögum. Þau eru Hrafnista Laugarási, Hraunvangi, Boðaþingi, Ísafold, Skógabæ, Sléttuvegi, Hlévangi og Nesvöllum.
Hjá Hrafnistu starfar öflugur hópur einstaklinga með fjölbreytta menntun, starfsreynslu og áhugamál.
Hrafnista leitast við að ráða, efla og halda hæfu starfsfólki.
Ef þú hefur áhuga á að komast í Hrafnistuhópinn skaltu senda okkur starfsumsókn.